Dáist að bjartsýni fólksins

„Ég dáist að því hvernig fólk hefur tekið þessu og einnig hvað fólk er bjartsýnt á, að úr rætist þrátt fyrir þessi áföll og erfiðleika," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, eftir að hafa rætt við íbúa á Kirkjubæjarklaustri í dag.

Jóhanna kom ásamt Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, og Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, til Kirkjubæjarklausturs laust eftir hádegið í dag. Þau áttu stuttan stöðufund með fulltrúum björgunarsveita og lögreglu en heimsóttu síðan heimilisfólkið á dvalarheimilinu Klausturhóli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert