Eins og kenjóttur krakki

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra haga sér eins og kenjóttur krakki og ganga fram með hótunum.

„Það er eitt af einkennum stjórnunarstíls hennar og hefur greinilega oft borið ágætan árangur innan ríkisstjórnarinnar. VG lyppast alltaf niður, sbr. ESB málin. Hún hefur þess vegna komist upp á lagið og beitir þessum tiktúrum sífellt og ævinlega. Það er alveg óþarft að láta hana komast upp með það,“ skrifar Einar Kristinn á bloggsíðu sína.

Hann fjallar síðan um sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar, sem hann segir að draga ætti til baka. 

„Og svo er það eitt annað. Forsætisráðherrann tekur sér tilskipanavald yfir starfi Alþingis, með mjög ósvífnum hætti. Tilkynnir það á einhverjum flokksfundi suður í Keflavík hvernig hún ætlist til að Alþingi starfi. Þetta er svo ótrúleg óskammfeilni, að réttast væri að ráðherrann bæðist afsökunar. Sem betur fer búum við á Alþingi við þingforseta sem hefur sýnt og sannað að hún stendur í lappirnar og lætur ekki kúga sig.“

Vefur Einars K. Guðfinnssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert