Fékk 10 í 38 áföngum

Guðmundur Stefán Gíslason, kennari í samfélagsgreinum, afhenti Ragnheiði Ragnarsdóttur, viðurkenningu.
Guðmundur Stefán Gíslason, kennari í samfélagsgreinum, afhenti Ragnheiði Ragnarsdóttur, viðurkenningu.

Ragnheiður Ragnarsdóttir varð dúx á stúdentsprófi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ með vegið meðaltal 9,68 sem er með því hæsta sem nemandi hefur fengið við skólann.

Ragnheiður útskrifaðist af málabraut og náttúrufræðibraut. Hún fékk einkunnina 10 í  38 áföngum og fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku, frönsku, spænsku, raungreinum og efnafræði.

Skólanum var slitið um helgina og voru 77 nemendur útskrifaðir, þar af 71 með stúdentspróf. Ingibjörg Íris Ásgeirsdóttir, stúdent af viðskipta- og hagfræðibraut og lokapróf á tískubraut, varð næst hæst á stúdentsprófi með vegið meðaltal 9,12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert