Fékk 46 tíur

Alls útskrifuðust 35 nýstúdentar frá ML um helgina. Þeir eru …
Alls útskrifuðust 35 nýstúdentar frá ML um helgina. Þeir eru á myndinni ásamt Halldóri Páli Halldórssyni, skólameistara.

Jón Hjalti Eiríksson, sem fékk hæstu einkunn á stúdentsprófi Menntaskólans að Laugarvatni í ár, lauk alls 61 áfanga og fékk 10 í 46 áföngum og 9 í 15.

Aðaleinkunn Jóns Hjalta var 9,78 sem er sú hæsta í sögu skólans.   Næst hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Herdís  Anna Magnúsdóttir frá Hveratúni í Laugarási, 9,16.

Þrír nemendur hlutu styrk úr styrktarsjóði Kristins og Rannveigar: Jón Hjalti Eiríksson, Herdís Anna Magnúsdóttir og Sævar Ingi Sigurjónsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert