Fimm stjörnu listahátíðargos

Jonas Kaufmann.
Jonas Kaufmann.

Gagnrýnandi breska blaðsins Daily Telegraph segir að sumar listahátíðir hefjist með flugeldasýningu en aðeins á Íslandi byrji eldfjall að gjósa skömmu eftir setningarhátíðina. „Vá" segir hann og gefur tónleikum þýska tenórsöngvarans Jonas Kaufmann og Sinfóníuhljómsveitarinnar 5 stjörnur.

„Eldgosið kann að hafa kastað tímabundnum skugga yfir hátíðina en daginn sem hún var sett skein sól í heiði og allra augu beindust að tónlistarhúsinu umdeilda, Hörpu," segir  Paul Gent.

Hann lýsir síðan húsinu og sögu þess og fjallar síðan um tónleikana. Segir Gent að Kaufmann geti með réttu gert tilkall til þess að vera talinn einn besti tenórsöngvari heims. Þá fer hann lofsamlegum orðum um Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem hann segir hafa beðið lengi eftir eigin tónlistarhúsi og og áhuginn hafi verið augljós í þróttmiklum en ekki alltaf öguðum leik hennar undir stjórn Peters Schrottners.

Þá segir Gent að það eina sem finna megi að sé að of mikið bergmál hafi verið í  í húsinu en með þeim nútíma tæknibúnaði, sem sé í tónleikasalnum, verði hægt að vinna bót á því með tímanum.  

Gagnrýni um opnunartónleikana í Hörpu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert