Foreldraverðlaunin í Skagafjörð

Verðlaunahafar í Þjóðmenningarhúsinu í dag.
Verðlaunahafar í Þjóðmenningarhúsinu í dag.

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 16. sinn í dag. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin við formlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. 

Vinaverkefnið í Skagafirði hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2011. Verkefnið er samstarfsverkefni leik-, grunn- og framhaldsskóla í Skagafirði, frístundadeildar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, íþróttahreyfingarinnar og foreldra í Skagafirði.

Auk Foreldraverðlaunanna sjálfra voru veitt ein hvatningarverðlaun og dugnaðarforkaverðlaun. Hvatningarverðlaun 2011 hlaut Foreldrafélagið Örkin hans Nóa, leikskólanum Nóaborg, fyrir framúrskarandi gott foreldrasamstarf. Dugnaðarforkaverðlaun 2011 voru veitt til Þórólfs Sigjónssonar og Guðnýjar Vésteinsdóttur, foreldra barna í Hallormsstaðaskóla, fyrir sjálfboðaliðastarf á tímum fjárskorts, og öfluga og virka þátttöku foreldra í skólastarfinu.

45 tilnefningar bárust að þessu sinni til verðlaunanna og voru 42 verkefni tilnefnd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert