Forsetinn ræðir eldgosið

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræðir um eldgosið í Grímsvötnum …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ræðir um eldgosið í Grímsvötnum í samtali við CNN.

„Gosið gæti valdið vandræðum á Skotlandi og í Skandinavíu en sem betur fer getum við sagt með fullvissu að þetta eldgos muni ekki leiða til sambærilegrar röskunar á flugi og í fyrra,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, um gosið í Grímsvötnum í samtali við CNN-sjónvarpsstöðina í dag.

Forsetinn var í viðtali við Piers Morgan og benti við það tækifæri á að gosið í Grímsvötnum væri það stærsta í eldstöðinni í 140 ár.

Viðtalið má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert