Gosmökkur í 3-5 km hæð

Ein myndanna, sem Ingólfur Bruun tók af upphafi gossins í …
Ein myndanna, sem Ingólfur Bruun tók af upphafi gossins í Grímsvötnum. Reuters

Mjög hefur dregið úr gosmekkinum frá eldgosinu í Grímsvötnum og er hann nú 3-5 kílómetra hár, að sögn Veðurstofunnar.

Gosmökkurinn náði í 7-8 km hæð í gærkvöldi en í nótt dró mjög út honum. Hugsanlega er ástæðan sú að mjög hvasst er á gosstöðvunum. 

Búist er við að vísindamenn fljúgi að gosstöðvunum síðar í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert