Greiða síður bætur vegna gosa

Gjóskan úr Eyjafjallajökli olli tryggingarfélögum höfuðverk.
Gjóskan úr Eyjafjallajökli olli tryggingarfélögum höfuðverk. Helgi Bjarnason

Tryggingarfélögin Churchill og Direct Line eru tregari til að greiða út tryggingabætur vegna röskunar á ferðaáætlun vegna eldgossins í Grímsvötnum en þau voru í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli.

Fram kemur á fjármálavefnum This is Money að tryggingarfélögin, sem bæði eru í eigu Royal Bank of Scotland, hafi boðist til þess í fyrra að greiða ferðabætur í þeim tilfellum þar sem flugfélögin greiddu ekki bætur.

Nú greiði þau ekki bætur vegna röskunar á ferðaáætlun í kjölfar lokunar á breskri lofthelgi.

Segurinn vefurinn að tryggingarfélögin hafi gefið út að flugfélögin verði að greiða bætur þar sem þessi er skýringin.

Fréttina má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert