Leynileikhúsið með sumarnámskeið

Frá sýningu á leiklistarnámskeiði Leynileikhússins.
Frá sýningu á leiklistarnámskeiði Leynileikhússins.

Leynileikhúsið verður með  leiklistar- og söngleikjanámskeið fyrir börn í sumar í tveimur leikhúsum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Annars vegar í Tjarnarbíói í miðbæ Reykjavíkur og hins vegar í leikhúsinu Norðurpólnum á Seltjarnarnesi.

Á námskeiðunum verða kennd grunnatriði í leiklist í gegnum leiki og æfingar 
Kennarar á leiklistarnámskeiðum í sumar eru Sólveig Guðmundsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Tinna Hrafnsdóttir og Stefán Benedikt Vilhelmsson. 

Selma Björnsdóttir verður aðalkennari söngleikjanámskeiðanna. Söngleikjanámskeiðin eru byggt upp á sama hátt og önnur námskeið Leynileikhússins en þar verður  áhersla er lögð á söng og dans og munu nemendur læra dansa og undirbúa lag sem þeir velja sér.   

Vefur Leynileikhússins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert