Maðurinn hefur verið látinn laus

Hallgerður Valsdóttir.
Hallgerður Valsdóttir.

Konan sem ráðist var á á heimili sínu í Reykjavík 15. maí sl. lést á föstudag. Hún hét Hallgerður Valsdóttir. Hún var 43 ára og til heimilis á Prestastíg í Grafarholti í Reykjavík.

Eiginmaður hennar, maður á sjötugsaldri, hefur réttarstöðu grunaðs manns og hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. maí en hann var látinn laus í gær. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Hallgerður var með áverka þegar hún var færð á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún komst aldrei til meðvitundar.

Samkvæmt rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík hefur krufning hins vegar leitt í ljós að ekki sé talið að konan hafi látist af völdum áverka þeirra sem hún var með þegar sjúkraflutningamenn voru kallaðir að heimili hennar.

Hjá lögreglunni fengust þær upplýsingar að málið væri í rannsókn en frekari upplýsingar um það eru ekki veittar að svo stöddu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert