Nærri 600 þúsund notendur heimsóttu fréttavefinn mbl.is

Liðlega 584 þúsund notendur heimsóttu mbl.is í nýliðinni viku en venjulega sækja þangað um 360 þúsund notendur vikulega. Aldrei hafa verið fleiri notendur á mbl.is á einni viku en fyrra metið var frá þeirri viku sem Eyjafjallajökull gaus ásamt því að rannsóknarskýrsla Alþingis var gefin út í apríl í fyrra. Þá hafði aldrei mælst viðlíka umferð á mbl.is, eða yfir 500 þúsund notendur.

Gosið í Grímsvötnum hófst á sjöunda tímanum sl. laugardag og fór umferð inn á fréttavef mbl.is þá strax að aukast verulega en heimsóknir voru 50-60 þúsund talsins á hverri klukkustund á laugardagskvöldið.

Innan við 60% notenda í vikunni voru frá Íslandi en nærri fjórðungur var frá Bandaríkjunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert