Ökumenn í vanda á Möðrudalsöræfum

Möðrudalsöræfi. Úr safni.
Möðrudalsöræfi. Úr safni. mbl.is/RAX

Björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út í morgun til að aðstoða ökumenn í vandræðum á Möðrudalsöræfum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Egilsstöðum er talið að ökumaður hafi misst stjórn á bíl með þeim afleiðingum að hann hafnaði í snjóskafli. Bíllinn lokaði fyrir umferð þar sem hann lá þvert yfir veginn. Aðrar bifreiðar sem komu á eftir komust því ekki fram hjá bílnum sem endaði í skaflinum.

Að sögn lögreglu urðu tafir á veginum vegna þessa og fóru björgunarsveitarmenn á staðinn, en tilkynning um óhappið barst á ellefta tímanum í morgun.

Ekki urðu nein slys á fólki að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert