Öskufall á Orkneyjum og í Noregi

Flugvélar Ryanair bíða á flugvellinum í Edinborgh.
Flugvélar Ryanair bíða á flugvellinum í Edinborgh. Reuters

Aska frá eldgosinu í Grímsvötnum hefur fallið á Orkneyjum í Skotlandi. Greinilegt öskufall er t.d. á bílum við flugvöllinn. Aska hefur einnig borist til Noregs.

Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, fór mikinn í fjölmiðlum í morgun og gagnrýndi lokun flugvalla í Skotlandi. David Taylor, sem býr Orkney, brást við þessu á BBC og sagði: „Ég myndi vilja að talsmaður Ryanair kæmi til Kirkwall flugvallar á Orkneyjum til að bregðast við eldfjallaösku sem fallið hefur þar á bíla, m.a. á minn bíl. Núna finn ég brennisteins lykt og ösku í loftinu. Í morgun voru félagar mínir að tala um gula þoku sem blasti við. Ég flýg reglulega til Aberdeen og ég myndi aldrei gera það gegn ráðleggingum sérfræðinga. Ég á von á að talsmaður flugfélagsins bregðist eins við.“

Í frétt í Aftenpostinn í Noregi  segir að aska frá gosinu hafi fallið í Bergen í Noregi. Daniel Nilsen segir í samtali við blaðið að hún hafi þvegið bílinn sinn fyrr í dag, en þegar hún kom að honum klukkutíma síðar hafi verið þunnt öskulag á honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert