Plast yfir bensíndælurnar

Askan frá Grímsvatnagosinu smýgur víða og hefur ekki góð áhrif á viðkvæmar vélar. Guðmundur Vignir Steinsson, veitingamaður í Skaftárskála, vafði plasti um eldsneytisdælurnar til að reyna að verja þær fyrir öskunni.

„Þetta er í þriðja skipti sem ég reyni að loka þessu síðan gosið byrjaði," sagði Guðmundur Vignir. Hann segir, að plastið losni í rokinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert