Ryanair ósátt við öskutakmarkanir

Farþegar á flugvellinum í Edinborg í morgun. Skoskir flugvellir eru …
Farþegar á flugvellinum í Edinborg í morgun. Skoskir flugvellir eru lokaðir vegna öskuskýs. Reuters

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair segist gera alvarlegar athugasemdir við þá ákvörðun írskra flugmálayfirvalda, að stöða flugumferð í írsku loftrými vegna öskuskýs frá Grímsvatnagosinu. 

Segir félagið á vef sínum, að engin grundvöllur sé fyrir þessu flugbanni. Muni fulltrúar Ryanair eiga fund með fulltrúum írskra flugmálayfirvalda í dag þar sem þess verði krafist að þessum kvöðum verði létt af flugfélaginu án tafar.

Félagið segist hins vegar hafa ákveðið að fella niður flug milli Lundúna og Skotlands nú í morgun vegna spár um þétt öskumistur í skosku loftrými.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert