Sinu- og kjarreldur í Kjós

Barist við sinueld. Mynd úr safni.
Barist við sinueld. Mynd úr safni. mbl.is/Þorkell

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út síðdegis að Ásgarði í Kjós, þar sem kviknað hafði í sinu og kjarri. Fljótlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem breiddist ekki út á stóru svæði.

Fyrr um daginn var dælubíll frá slökkviliðinu kallaður að Maríubakka í Breiðholti þar sem eldur hafði komið upp í gámi. Voru slökkviliðsmenn fljótir að slökkva þann eld.

Hátt í 40 sjúkraflutningar hafa verið hjá slökkviliðinu í dag en að öðru leyti hefur vaktin verið með rólegra móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert