Stýrir fluginu úr fjarlægð

Birkir Hólm Guðnason.
Birkir Hólm Guðnason.

„Það hefur gengið ágætlega að stýra fluginu. Við erum með 10-15 manna viðbragðshóp sem hittist á fjögurra tíma fresti. Ég kem inn á þá fundi en þá sitja sérfræðingar í flugrekstrinum. Þetta er öflugur hópur,“ segir Birkir. 

„Auðvitað hjálpar það ekki að þurfa að stýra fluginu úr fjarlægð. Það er vissulega erfiðra en maður hefur farsíma og tölvupóst og getur gengið að kortunum. Við tökum allar ákvarðanir í sameiningu.“

Hann er bjartsýnn á að flugið verði senn komið á áætlun.

„Við erum nokkuð bjartsýn. Auðvitað veit maður aldrei hvernig kortin munu breytast. Það virðist vera að draga úr virkninni í eldstöðinni. Við höfum opnað flugstöðina og hafið innritanir á ný. Við búumst við því að leiðakerfið komist á áætlun í fyrramálið [í morgun ]eða seinnipartinn [í dag] ef engar lokanir verða í Keflavík.“
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert