Vegur enn lokaður

Vegurinn er enn lokaður við Vík í Mýrdal.
Vegurinn er enn lokaður við Vík í Mýrdal. mbl.is/Ernir

Vegurinn frá Vík í Mýrdal að Freysnesi er ennþá lokaður en um kl. 9 verður tekin ákvörðun um framhaldið. Að sögn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra eru björgunarsveitarmenn nú á leiðinni á staðinn þar sem farið verður um svæðið og bæir heimsóttir.

Gosmökkurinn frá gosinu í Grímsvötnum hefur lækkað talsvert og er það rakið til veðurfræðilegra aðstæðna. Síðdegis í gær var mökkurinn í 3-6 km hæð. Ekki voru eldingar í stróknum.

Áfram er búist við öskufalli víða suðaustanlands í dag. Spáð er minnkandi norðan- og norðvestanátt í dag, éljum norðaustantil en að létti til sunnan- og vestanlands. Síðdegis er spáð norðvestan 3-10 m/s og bjartviðri en hvassara austast. Hiti verður 2 til 12 stig að deginum, hlýjast suðaustanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert