Vetrarfærð víða á vegum

Vetrarfærð á fjallvegum norðaustan- og austanlands, núna í lok maí.
Vetrarfærð á fjallvegum norðaustan- og austanlands, núna í lok maí. mbl.is/RAX

Vetrarfærð er víða á Norðaustur- og Austurlandi. Þungfært er á Brekknaheiði og þæfingur á Vopnafjarðarheiði. Ófært er á Hellisheiði eystri, Vatnsskarði eystra og á Öxi. Hálkublettir eru á Bröttubrekku og einnig á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum.

Eins og fram hefur komið á mbl.is í kvöld hefur vegurinn frá Vík í Mýrdal austur í Freysnes verið opnaður á ný, eftir að hafa verið lokaður síðan á sunnudag vegna eldgossins í Grímsvötnum.

Laugarvatnsvegur nr. 37 verður lokaður í kvöld milli Miðdalskots og Laugardalshóla. Vegfarendum er bent á að fara Biskupstungnabraut.

Allur akstur er bannaður á nær öllum hálendisvegum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Þeir sem ætla að leggja leið sína upp á hálendið eru beðnir að kynna sér hvar umferð er leyfð áður en lagt er af stað, segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert