Viðurkenni ríki Palestínumanna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra, segir að íslensk stjórnvöld eigiað sýna frumkvæði og viðurkenna sjálfstætt og fullvalda ríki Palestínumanna innan landamæranna frá 4. júní 1967.

„Það eru margir annmarkar sem fylgja tveggja ríkja lausn en hún er sú eina raunsæja í stöðunni," segir Ingibjörg Sólrún á Facebook-síðu sinni. 

Hún vísar til þess að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segi, að áhersla verði lögð á að byggja upp pólitísk tengsl við heimastjórn Palestínu og að Íslendingar styðji sjálfsákvörðunarrétt og sjálfstætt ríki þeirra. „Eftir hverju er beðið?" spyr hún síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert