Voru komin út að hliði

Frá Heathrow-flugvelli. Myndin er úr safni.
Frá Heathrow-flugvelli. Myndin er úr safni. Reuters

Farþegar með kvöldflugi Icelandair frá Heathrow-flugvelli í London til Keflavíkur voru komnir í gegnum innritun þegar í ljós kom að ferðin yrði ekki farin. Vélin kom til London fyrr í kvöld. Á meðal þeirra sem ætluðu í flugið eru erlendir kvikmyndatöku- og fjölmiðlamenn.

Farþegarnir verða nú fluttir á hótel, og staðan tekin í fyrramálið. Loftrýmið yfir Reykjavík og Keflavík verður lokað frá klukkan 23 í kvöld, en ráðgert er það opni aftur klukkan 8 í fyrramálið.

Á meðal farþeganna er Einar Falur Ingólfsson, blaðamaður Morgunblaðsins. Hann segir að í fyrstu hafi verið beðið með að innrita í flugið, en síðan ákveðið að sæta lagi og hleypa farþegunum inn. Áður en að því kom að hleypa þeim um borð í vélina hafi hins vegar orðið ljóst að ekki yrði hægt að fljúga til Íslands. Einar segir farþega hafa tekið stöðunni af mikilli ró, enda ekkert hægt að gera í þeirri stöðu sem nú er uppi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert