Bjartara yfir í snjónum á Austurlandi

Mikið hefur snjóað á Austurlandi.
Mikið hefur snjóað á Austurlandi. mynd/Vilmar Freyr Sævarsson

„Það er mun bjartara yfir okkur í dag,“ sagði lögreglumaður á Egilsstöðum í morgun, en íbúar á Austurlandi hafa glímt við snjókomu og ófærð síðustu daga. Frost var í nótt og hálka er á fjallvegum.

Vegir í byggð eru flestir orðnir auðir en snjór er yfir öllu enda hefur snjóað þar daglega frá því fyrir helgi. Hretið er því orðið óvenjulega langt. Veður fer hægt hlýnandi, en þó má búast við næturfrosti í nótt samkvæmt spá Veðurstofunnar.

Farþegar sem komu með Norrænu í gær lentu ekki í neinum vandræðum að komast leiðar sinnar svo vitað sé. Ferjan lagðist ekki að bryggju fyrr en um miðjan dag vegna þess að vindstrengur hamlaði því að hún gæti lagst að. Þá var búið að ryðja alla vegi og ekki lengur skafrenningur á fjallvegum.

Vefmyndavélar Vegagerðarinnar á SA-landi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert