Ekki búist við miklu öskufoki

Sauðfé smalað við Kirkjubæjarklaustur í gær.
Sauðfé smalað við Kirkjubæjarklaustur í gær. Reuters

Veðurstofan gerir ekki ráð fyrir miklu öskufoki í dag í Skaftafellsýslum en þar er spáð fremur hægri austlægri átt, skýjuðu og dálítilli vætu. Öskufall gæti orðið nálægt Grímsvötnum ef gos heldur áfram.

Á morgun er spáð skýjuðu og hæglætisveðri en suðaustanátt og rigningu um kvöldið. Búast má við öskufoki um tíma síðdegis þangað til fer að rigna.

Á föstudag er spáð austanátt og rigningu en  ekki er búist við öskufoki. Það sama má segja um helgina.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert