Enn frestast útboð byggingar fangelsis

Einangrunarklefi á Litla Hrauni.
Einangrunarklefi á Litla Hrauni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Bygging nýs fangelsis hefur ekki enn verið boðin út þrátt fyrir að útboðsgögn séu tilbúin. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að allt væri tilbúið frá hendi ráðuneytis hans en verið væri að fara yfir málið í fjármálaráðuneytinu.

Ögmundur hefur lagt mikla áherslu á að um opinbera framkvæmd verði að ræða en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ágreiningur um það innan fjármálaráðuneytisins, meðal annars vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagst gegn slíkum skuldbindingum ríkissjóðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert