Fuglasöngur á Klaustri

Gosstöðvarnar í Grímsvötnum í gærkvöldi.
Gosstöðvarnar í Grímsvötnum í gærkvöldi. mbl.is/Björn Oddsson

Íbúar Kirkjubæjarklausturs vöknuðu upp við fuglasöng í morgun, en þar sáust fuglar á sveimi í morgun í fyrsta skipti frá því að gos hófst.

Fréttir hafa borist af því í morgun að gufubólstrar hafi stigið upp af gígnum, en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur það ekki fengist staðfest.

Þar fengust þær upplýsingar að rólegt hafi verið á gosstöðvunum í nótt, í gærkvöldi hafi gosmökkurinn stigið í 4-5 kílómetra í hrinum, en síðan dottið niður á milli. Þá var öskufall ennfremur lítið og gosský barst til suðvesturs.

Jarðvísindamenn munu fljúga yfir gosstöðvarnar með  morgninum og kanna aðstæður.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert