Gagnrýndi bónusgreiðslur bankamanna

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á vorfundi OECD í París í gær að algjör umbylting verði að eiga sér stað hjá fjármálastofnum og þeirri hugmyndafræði sem hafi verið við lýði við stjórnun þessara stofnanna. Nefndi hann sérstaklega bónusgreiðslur til bankamanna.

Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu flutti Steingrímur erindi í gær á málstofu um endurreisn trausts á fjármálakerfum þar sem lögð var áhersla á fjármálareglur, eftirlit og neytendavernd.

Fjallaði Steingrímur þar um reynslu Íslands af fjármálakreppunni og hvaða lærdóm megi draga af þeirri reynslu. Sagði hann meðal annars í erindi sínu að vandinn sem mörg ríki standa frammi fyrir verði ekki aðeins leystur með því að herða á regluverki og eftirliti. Algjör umbylting verði að eiga sér stað hjá fjármálastofnunum sjálfum og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið við lýði við stjórnun þessara stofnanna.

Steingrímur sagði einnig, að svara þyrfti erfiðum spurningum um innstæðutryggingakerfi, á borð við hvort slík kerfi nytu ríkisábyrgðar eða væru eingöngu á ábyrgð bankanna.

Í viðtali við Reutersfréttastofuna sagði Steingrímur, að verið væri að undirbúa endurkomu Íslands á fjármálamarkaði. 

OECD hækkar hagvaxtarspá

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert