Millilandaflug hafið

Farþegar í innritun á Keflavíkurflugvelli í vikunni.
Farþegar í innritun á Keflavíkurflugvelli í vikunni. vf.is/Hilmar Bragi

Millilandaflug er hafið að nýju um Keflavíkurflugvöllur en völlurinn lokaðist í gærkvöldi vegna öskuskýs frá Grímsvötnum.

Flugvélar Icelandair frá Bandaríkjunum lentu á vellinum eftir klukkan 8 í morgun og nú eru flugvélar félagsins og Iceland Express að halda til Evrópu.

Innanlandsflug er ekki hafið enn en Reykjavíkurflugvöllur lokaðist einnig í gærkvöldi. Athuga á með flug þaðan klukkan 10:15. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert