Nánast aðeins gufa úr gígnum

Lítill gufustrókur steig upp úr Grímsvötnum þegar þessi mynd var …
Lítill gufustrókur steig upp úr Grímsvötnum þegar þessi mynd var tekin um klukkan 5 í morgun. mynd/Ágúst Ævar Guðbjörnsson

Gosmökkurinn úr eldstöðinni í Grímsvötnum er nánast bara gufa, að sögn Ágústs Ævars Guðbjörnssonar, sem er á ferð á Vatnajökli ásamt fleira fólki á  þremur jeppum.

Ágúst Ævar sagði, að lítil sem engin aska hefði verið sjáanleg í mekkinum en þó hefði aðeins orðið vart við sprengingar rétt áður en komið var að gosstöðvunum.

Mjög gott veður er á Vatnajökli, að sögn Ágústs Ævars. Hann sagði að mikil aska hefði verið á jöklinum sunnan við eldstöðina en nánast engin aska fyrir norðan hana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert