Svaðilför yfir sandinn

Japönsku ferðamennirnir taka myndir við Núpa.
Japönsku ferðamennirnir taka myndir við Núpa.

Hópur ellefu japanskra ferðamanna komst loks í gærkvöldi leiðar sinnar eftir að hafa verið ösku- og veðurtepptur í Austur-Skaftafellssýslu frá því um helgina.

Að sögn Guðbjargar Rögnu Jóhannsdóttur, bílstjóra hópsins, var gengið á Hvannadalshnúk á laugardag og var hópurinn á leiðinni niður þegar gosið hófst í Grímsvötnum. Daginn eftir stóð til að ganga á Kristinartinda en af því varð ekki út af ösku falli á svæðinu.

Hópurinn dvaldist á hótelinu í Skaftafelli annan dag gosins og á þriðja degi varð ljós að ekki yrði opnað fyrir bílaumferð næstu daga og best væri  norðurleiðina. Því var snúið við. En þegar komið var í Álftafjörð var svo hvasst að nærri lá að rútan færi á hliðina. 

Því var enn snúið við, nú til Hafnar, og beðið eftir færi. Í gær var enn ófært í báðar áttir fram eftir degi en loks var vegurinn milli Freysnes og Víkur opnaður undir kvöld og þá gat hópurinn haldið af stað.

Guðbjörg segir, að Japanarnir hafi verið fyrstu ferðamennirnir sem fóru yfir sandinn eftir að vegurinn var opnaður.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert