Þýskir flugvellir opnast aftur

Flugvellir í Þýskalandi, sem lokað var í morgun vegna öskuskýs frá Grímsvatnagosinu, hafa verið opnaðir að nýju. Um 450 flugferðum var aflýst í Þýskalandi í dag, að sögn evrópsku flugumferðastjórnarstofnunarinnar Eurocontrol.

Flugvöllum í Bremen, Hamborg og Berlín var lokað í dag en þeir hafa verið opnaðir aftur. Öskuský fór einnig yfir Eistland en þar var flugvöllum ekki lokað. 

Um 500 flugferðum var aflýst á Bretlandseyjum í gær en þar hafa allir flugvellir verið opnaðir aftur.       Ekki er talið útilokað að einhverjir flugvellir á Bretlandseyjum lokist aftur um helgina vegna ösku í lofti. 
Farþegar á Tegelflugvelli í Berlín í dag.
Farþegar á Tegelflugvelli í Berlín í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert