Dökk mynd dregin upp

Hafnarfjörður, þar sem þessi mynd er tekin, er eitt þeirra …
Hafnarfjörður, þar sem þessi mynd er tekin, er eitt þeirra sem fá minni hlutdeild í veiðigjaldstekjum en sveitarfélög á landsbyggðinni, verði kvótafrumvörpin að lögum. mbl.is/Árni Sæberg

Afla­heim­ild­ir fjór­tán sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í Vest­manna­eyj­um skerðast um 15.500 þorskí­gildist­onn á fimmtán árum, þar af 7.500 tonn strax á fyrsta ári, verði frum­vörp um breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu að lög­um. Afla­heim­ild­ir í Fjarðabyggð skerðast um 13.300 tonn þegar lög­in verða kom­in að fullu til fram­kvæmda.

Þetta eru niður­stöður út­reikn­inga Útvegs­manna­fé­lags Aust­fjarða og Útvegs­bænda­fé­lags Vest­manna­eyja sem kynnt­ar voru í gær. Meðaltalsút­hlut­un afla­heim­ilda síðustu tutt­ugu árin er notuð sem viðmið, en það meðaltal er tölu­vert hærra en út­hlutaðar afla­heim­ild­ir á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári.

Vil­mund­ur Jós­efs­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir út­reikn­ing­ana slá­andi. Inn­an þriggja vikna munu aðilar vinnu­markaðar meta það hvort for­send­ur séu til þess að staðfesta þriggja ára gild­is­tíma ný­gerðra kjara­samn­inga. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að stjórn­völd ætli að eyðileggja frið á vinnu­markaði með svona vinnu­brögðum,“ seg­ir Vil­mund­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert