Dökk mynd dregin upp

Hafnarfjörður, þar sem þessi mynd er tekin, er eitt þeirra …
Hafnarfjörður, þar sem þessi mynd er tekin, er eitt þeirra sem fá minni hlutdeild í veiðigjaldstekjum en sveitarfélög á landsbyggðinni, verði kvótafrumvörpin að lögum. mbl.is/Árni Sæberg

Aflaheimildir fjórtán sjávarútvegsfyrirtækja í Vestmannaeyjum skerðast um 15.500 þorskígildistonn á fimmtán árum, þar af 7.500 tonn strax á fyrsta ári, verði frumvörp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að lögum. Aflaheimildir í Fjarðabyggð skerðast um 13.300 tonn þegar lögin verða komin að fullu til framkvæmda.

Þetta eru niðurstöður útreikninga Útvegsmannafélags Austfjarða og Útvegsbændafélags Vestmannaeyja sem kynntar voru í gær. Meðaltalsúthlutun aflaheimilda síðustu tuttugu árin er notuð sem viðmið, en það meðaltal er töluvert hærra en úthlutaðar aflaheimildir á yfirstandandi fiskveiðiári.

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir útreikningana sláandi. Innan þriggja vikna munu aðilar vinnumarkaðar meta það hvort forsendur séu til þess að staðfesta þriggja ára gildistíma nýgerðra kjarasamninga. „Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að stjórnvöld ætli að eyðileggja frið á vinnumarkaði með svona vinnubrögðum,“ segir Vilmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert