Ekki tókst að ná endanlegu samkomulagi um framvindu stjórnarfrumvarpanna um breytingar á stjórn fiskveiða fyrir helgi. Í gær var reynt að ná samkomulagi um meðferð stærra frumvarpsins, en hið minna er nú til umfjöllunar í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.
Að öðru óbreyttu er það á dagskrá þings á mánudag, auk frumvarps Hreyfingar um breytingar á stjórn fiskveiða, en engin fyrirheit um tímamörk afgreiðslu þess, að því er fram kemur í umfjöllun um verklagið á Alþingi í Morgunblaðinu í dag.