„Hún er friðarspillir í þessu máli“

Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks.
Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks. mbl.is / Heiðar Kristjánsson

 „Það hefur verið og er sáttatónn í mörgum stjórnarþingmönnum út af þessu máli. Það er greinilega vilji til þess að skoða málið betur og gera sér grein fyrir alvarleika þeirra neikvæðu umsagna sem liggja fyrir. En forsætisráðherra er greinilega ekki tilbúinn til þess að hlusta á það,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sæti á í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis, aðspurður um þrýsting ríkisstjórnarinnar á að litla frumvarpið um breytingar á stjórn fiskveiða verði keyrt í gegn.

Jón segir að það sé vilji til sátta í málinu sem hafi til dæmis endurspeglast í vinnu og niðurstöðu sáttanefndarinnar svokallaðrar um sjávarútvegsmál sem starfaði fyrr á þessu ári. „En sú sem vill ekki frið í þessu máli er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Það er ekki hægt að meta það öðruvísi en að hún telji sig hafa pólitíska hagsmuni af því að hafa þetta mál í ófriði. Hún er friðarspillir í þessu máli.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert