Milljarður í hærra veiðigjald

Breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun voru samþykktar á laugardag eftir …
Breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun voru samþykktar á laugardag eftir talsverð átök á Alþingi. Stóra frumvarpið um heildarendurskoðun á kerfinu bíður hins vegar þingstarfanna í haust. mbl.is/Brynjar Gauti

Miðað við óbreytt­ar for­send­ur hækk­ar veiðigjald út­gerðar­inn­ar um einn millj­arð á næsta fisk­veiðiári. Alþingi samþykkti á laug­ar­dags­kvöld svo­nefnt minna frum­varp um fisk­veiðistjórn­un, sem fel­ur í sér breyt­ing­ar á eldri lög­um um fisk­veiðistjórn­un. Áður hafði stóra frum­varp­inu um heild­ar­end­ur­skoðun lag­anna verið frestað til hausts­ins. Marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar voru gerðar á minna frum­varp­inu í meðför­um þings­ins og mikl­ar deil­ur voru um flest atriði þess. Meðal ann­ars voru heim­ild­ir strand­veiðibáta aukn­ar og má reikna með að bætt verði í strand­veiðipott­inn þegar um næstu mánaðamót. Þá er með breyt­ing­un­um dregið mjög úr mögu­leik­um á teg­unda­til­færsl­um.

Áætlað hef­ur verið að á þessu fisk­veiðiári greiði út­gerðin 2,7-2,9 millj­arða í veiðigjald í rík­is­sjóð, en fskveiðiárið 2009-10 nam gjaldið um 1.400 millj­ón­um króna. Í frum­varpi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra var miðað við 70% hækk­un veiðigjalds á næsta fisk­veiðiári, en niðurstaða þings­ins varð 40% hækk­un og gæti hækk­un­in sam­kvæmt áætl­un­um numið ein­um millj­arði króna á næsta fisk­veiðiári.

Gjaldið er lagt á út­hlutaðar afla­heim­ild­ir eða landaðan afla ein­stakra teg­unda og tek­ur mið af af­komu grein­ar­inn­ar hverju sinni.

Ráðstöf­un til sveit­ar­fé­laga ákveðin með fjár­lög­um

Hörð gagn­rýni hafði komið fram á ákvæði frum­varps­ins um ráðstöf­un tekna af veiðigjaldi. Gagn­rýn­in beind­ist m.a. að þeim hluta tekn­anna sem átti að renna til lands­hluta og taldi fjár­laga­skrif­stofa fjár­málaráðuneyt­is­ins að ákvæðið kynni að fela í sér mis­mun­un við út­hlut­un fjár­fram­laga til ein­stakra hluta lands­ins. Taldi skrif­stof­an slíkt fyr­ir­komu­lag geta falið í sér hættu á að brotið yrði gegn stjórn­ar­skrá þar sem íbú­ar ein­stakra lands­hluta kynnu að verða öðru­vísi sett­ir en aðrir þegar kæmi að út­hlut­un fjár­muna.

Nýta heim­ild­ir í öðrum kerf­um

Ráðuneytið tel­ur að þess­um auknu heim­ild­um í ár verði hægt að mæta með ónýtt­um afla­heim­ild­um í öðrum kerf­um eins og byggðakvóta og í línuíviln­un. Þær raski því ekki nýt­ing­ar­stefnu eða afla­reglu.

Á næsta ári hækk­ar strand­veiðipott­ur­inn um tvö þúsund tonn frá því sem áður var. Í byggðakvóta fara 2500 tonn til viðbót­ar því sem áður var. Í upp­haf­lega frum­varp­inu var gert ráð fyr­ir að sex þúsund tonn af þorski færu í byggðakvóta um­fram það sem nú er, en þingið skar þess­ar heim­ild­ir niður. Ákvæði um út­hlut­un byggðakvóta í gegn­um sveit­ar­fé­lög er ekki að finna í lög­un­um og verður út­hlut­un byggðakvóta því óbreytt frá því sem verið hef­ur.

Deilt um þátt­töku í pott­um

Leigja síld og skötu­sel

Ákvæði um leigu á löngu og keilu var hins veg­ar fellt úr frum­varrp­inu.

Loks má nefna að út­gerðir stórra frí­stunda­báta sem hafa verið vax­andi grein í ferðamennsku, t.d. á Vest­fjörðum, fá nú aukn­ar heim­ild­ir. Í stað 200 tonna fá þess­ir bát­ar nú 300 tonn á ári og er ákvæðið ekki leng­ur til bráðabirgða. Fyr­ir heim­ild­irn­ar eru greidd 80% af kvóta­verði í staðinn fyr­ir 100% áður.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert