Lagt til að ráðherra rífi frumvarpið

Jón Bjarnason (t.v.) og Einar K. Guðfinnsson, núverandi og fyrrverandi …
Jón Bjarnason (t.v.) og Einar K. Guðfinnsson, núverandi og fyrrverandi sjávarútvegsráðherrar. mbl.is/Ómar

Einar K. Guðfinnsson þingmaður leggur til að Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra rífi strax frumvarp sitt um breytingar á fiskveiðistjórn.

Samkvæmt niðurstöðu sérfræðinefndar mun frumvarpið hafa veruleg og neikvæð áhrif á starfandi sjávarútvegsfyrirtæki og erfitt verði fyrir fyrirtækin að halda áfram rekstri.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegsnefndar, að álit sérfræðinganna verði skoðað vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert