Arðsemi í öndvegi

OECD hvetur til að kvótakerfinu verði ekki breytt í grundvallaratriðum.
OECD hvetur til að kvótakerfinu verði ekki breytt í grundvallaratriðum. mbl.is

Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um Ísland staðfestir mikilvægi þess að arðsemi íslensks sjávarútvegs sé sett í öndvegi, að mati Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Í henni er lagt til að kvótakerfinu verði ekki breytt í grundvallaratriðum, því slíkar breytingar stefni arðsemi og hagkvæmni kerfisins í hættu. Hins vegar sé hægt að fara þá leið að hækka auðlindagjald til að slá á gagnrýni á kerfið.

„Við þurfum að tryggja með öðrum hætti að greinin skili til samfélagsins eðlilegum arði í formi gjalda. Aðaláherslan verður að vera á arðsemina. Við viljum öll tryggja eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni, en við verðum að setja okkur raunhæf markmið í því efni til að tapa ekki arðseminni. Ef við töpum henni töpum við öll,“ segir Árni.

Formaður LÍÚ, Adolf Guðmundsson, segist mjög ánægður með það sem fram kemur í skýrslu OECD. „Við erum mjög ánægðir að fá þarna aðra staðfestingu á að það sem við höfum haldið fram sé rétt. Bæði hagfræðiskýrslan og nú skýrsla OECD staðfesta okkar rök og röksemdafærslu í málinu.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert