Vilja að frumvarpinu verði vísað frá

Stéttarfélög gagnrýna frumvarpið um stjórn fiskveiða.
Stéttarfélög gagnrýna frumvarpið um stjórn fiskveiða. mbl.is/Ernir

Það er ekki ástæða til að „færa umhverfi atvinnugreinarinnar áratugi til baka og láta almenning í landinu borga þá breytingu með skertum lífskjörum“. Þetta segir í umsögn Félags vélstjóra og málmtæknimanna um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða.

ASÍ birti í fyrradag umsögn sína um frumvarpið, en sambandið telur það vera svo gallað að leggja verði það til hliðar og semja nýtt frumvarp. Sjómannasamband Íslands og Félag vélstjóra og málmtæknimanna komast að sömu niðurstöðu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Sjómannasambandið gerir athugasemdir við margar greinar frumvarpsins. Það gagnrýnir sérstaklega að ráðherra og framkvæmdavaldinu sé almennt gefið víðtækt vald með setningu reglugerða um ýmis mikilvæg atriði.

„Almennt má segja um frumvarpið að með því sé verið að taka veiðiheimildir af þeim sem hafa atvinnu af sjómennsku og flytja til þeirra sem stunda sjómennsku í frítíma sínum eða til að auka veiðiheimildir smábáta. Hvergi í frumvarpinu er að finna nauðsynlegar breytingar á núgildandi lögum til hagsbóta fyrir sjávarútveginn,“ segir í umsögn Sjómannasambandsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert