Ný kvótalög ávísun á fátækt á Íslandi

Við höfnina í Grindavík.
Við höfnina í Grindavík. mbl.is/RAX

Álits um nýtt kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra er að vænta frá sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis í vikunni. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, segir nýja frumvarpið vera í ferli sem stjórnarandstaðan hafi óskað eftir.

„Við þinglok í vor var það krafa stjórnarandstöðunnar að ekki yrði unnið meira með frumvarpið í nefndinni heldur farið yfir umsagnir og sent álit frá nefndinni til sjávarútvegsráðherra.“ Lilja vill ekki tjá sig um efni álitsins en segir að það verði kynnt þegar nefndin sendir frá sér sitt álit.

Umsagnir margra hagsmunaaðila og sérfræðingahóps sjávarútvegsráðherra hafa verið mjög neikvæðar og sterklega varað við skaðanum af væntanlegum breytingum sem mælt er fyrir í frumvarpinu.

Að sögn Lilju kemur það henni ekki á óvart. „Þetta er ákveðin varðstaða um óbreytt kerfi frá hagsmunaaðilum og þeir verða sjálfir að bera ábyrgð á eigin málflutningi. Við gerum grein fyrir okkar máli í álitinu sem verður sent frá okkur til ráðherra. Þar koma okkar svör við þessum umsögnum.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, að engin samstaða muni ríkja um álit nefndarinnar og að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni skila séráliti til ráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert