Bullandi ágreiningur

Engin samstaða er um framgang frumvarps um breytingu á stjórn …
Engin samstaða er um framgang frumvarps um breytingu á stjórn fiskveiða. mbl.is/Ernir

Full­trú­ar stjórn­ar­flokk­anna í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd Alþing­is skipt­ast a.m.k. í þrennt í af­stöðu sinni til þess hvert fram­haldið eigi að verða varðandi stóra frum­varpið svo­kallaða um breyt­ing­ar á stjórn fisk­veiða.

Formaður og vara­formaður nefnd­ar­inn­ar, Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir og Ólína Þor­varðardótt­ir, sendu sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu bréf og grein­ar­gerð í gær þar sem þær gerðu grein fyr­ir af­stöðu sinni til frum­varps­ins. Hins veg­ar var það aðeins í þeirra nafni sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins og hvorki fyr­ir hönd stjórn­ar­flokk­anna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, né annarra full­trúa þeirra í nefnd­inni.

Í um­fjöll­un um fram­gang frum­varps­ins í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að Björn Val­ur Gísla­son, þing­flokks­formaður VG og full­trúi flokks­ins í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd, sendi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra eigið bréf þar sem hann seg­ir að ekki eigi að leggja frum­varpið fram að nýju held­ur þurfi að smíða nýtt frum­varp um stjórn fisk­veiða sem meðal ann­ars eigi að byggj­ast á niður­stöðu svo­nefndr­ar sátta­nefnd­ar. Þar á Björn Val­ur sam­leið með full­trú­um Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins í nefnd­inni sem nálg­ast hafa málið með sama hætti.

Þá gagn­rýn­ir Björn Val­ur harðlega að ekki hafi verið fundað í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd um um­sagn­ir um frum­varpið, né hafi hún fengið um­sagnaraðila á sinn fund. Atli Gísla­son, alþing­ismaður, sem á sæti í nefnd­inni gagn­rýn­ir þessi vinnu­brögð einnig harðlega.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert