Íslendingar og íslenska ríkisstjórnin ættu hefja söfnun til stuðnings Færeyingum eftir fellibylinn sem gekk þar yfir í nótt. Færeyingar hafi alltaf verið fyrstir til að leggja Íslendingum lið í erfiðleikum og ættum við að vera því fegin að fá tækifæri til gera þeim gott á móti. Þetta segir Jón Guðbjartsson, bifvélavirki og útgerðarmaður frá Ísafirði.
„Ef þá vantar aðstoð ættum við að vera þeir fyrstu sem bjóða hana. Ég átti heima á Bolungarvík þegar Súðvíkingar og Flateyringar lentu í vandræðum. Þá voru Færeyingar fyrstir til að hjálpa okkur. Þegar bankarnir hrynja hjá okkur þá eiga þeir enga peninga en þeir eru samt fyrstir til að reyna að bjóðast til að hjálpa okkur,“ segir hann.
Segir Jón að Íslendingar ættu að taka sig til að senda til Færeyja hóp smiða með flugvél til þess að negla að minnsta kosti þak sem fauk af elliheimili þar. Komist Norræna til landsins ættum við að vera tilbúin með bárujárn og timbur á Seyðisfirði til að senda til þeirra.