Óttast uppsögn

Snorri Óskars­son, grunn­skóla­kenn­ari við Brekku­skóla á Ak­ur­eyri, tel­ur að fund­ur hans á mánu­dag­inn með skóla­yf­ir­völd­um leiði til upp­sagn­ar hans. Tölu­verð óánægja hef­ur verið vegna skrifa Snorra um sam­kyn­hneigða á bloggsíðu hans þar sem hann m.a. skrif­ar um sam­kyn­hneigð sem synd.

„Sam­kvæmt fund­ar­boðinu er þetta fund­ur vegna yf­ir­stand­andi áminn­ing­ar sem er þá und­an­fari upp­sagn­ar. Þar með er það orðið sak­næmt at­hæfi að halda úti blogg­færsl­um. Ég veit þó ekki hversu langt skól­inn mun ganga og það verður ein­fald­lega að koma í ljós.“

Að sögn Snorra snýst málið af hálfu skóla­yf­ir­valda um ímynd skól­ans og bæj­ar­fé­lags­ins en sjálf­ur vís­ar hann slík­um vanga­velt­um á bug.

„Mér finnst þetta ekki eðli­legt og mik­il mis­tök því að ég hefði ekki verið að starfa við kennslu í 30 ár ef ég vissi ekki hvar mörk­in lægju. Ég hef áður verið gagn­rýnd­ur og lent í svona mál­um og þá hafa menn ekki verið að fetta fing­ur út í það inn­an skól­ans svo þetta er al­veg nýr flöt­ur á mál­inu.“

Marg­ir hafa stutt Snorra í þessu máli og að hans sögn hafa sam­tök­in Van­trú sent hon­um skila­boð þar sem þau lýsa yfir stuðningi við mál­frelsi og trúfrelsi. Snorri seg­ist þó skilja þá gagn­rýni sem hann fær á sig vegna máls­ins en ít­rek­ar að það sé eng­um til gagns að mála fólk sem okk­ur er ekki að skapi eða erum ósam­mála sem asna, for­dóma­fullt eða þröng­sýnt.

„Ég get skilið að fólk er mér ekki sam­mála en að mála mig sem asna og fífl fyr­ir að vera  mér ekki sam­mála er ekki sæm­andi nokkr­um manni.“

Snorri Óskarsson
Snorri Óskars­son mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert