Potturinn býr til „hóp leiguliða“

Nýja kvótafrumvarpið verður kynnt opinberlega í dag.
Nýja kvótafrumvarpið verður kynnt opinberlega í dag.

Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna, tel­ur áform um leigupott í nýja kvótafrum­varp­inu munu skaða sjáv­ar­út­veg­inn.

„Eins og fleiri hug­mynd­ir sem komið hafa fram í umræðum um end­ur­skoðun fisk­veiðistjórn­ar­kerf­is­ins mun þetta leiða til þess að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur verður óhag­kvæm­ari.

Með því er verið að búa til hóp leiguliða sem vita ekk­ert um sína framtíð. Þeir vita ekki hvaða heim­ild­ir þeir fá til að veiða eða á hvaða verði. Þess­ar út­gerðir hafa eng­an rekstr­ar­grund­völl og það hef­ur sýnt sig í gegn­um tíðina í allt of mörg­um til­vik­um að þeir aðilar sem eru kvóta­laus­ir og hafa leigt til sín afla­heim­ild­ir hafa ekki gert með rétt­um hætti upp við sjó­menn.“

Í frétta­skýr­ingu um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag staðfest­ir Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, staðfest­ir að leigupotti frum­varps­ins sé ætlað að opna fyr­ir nýliðun í grein­inni. En sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er mark­miðið að pott­ur­inn verði ekki und­ir 20.000 þorskí­gildist­onn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert