„Yrði hrein eignaupptaka“

Karfi í Grindavík.
Karfi í Grindavík. mbl.is/Ómar

„Rekstrarárið 2011 er hagnaður fyrir skatta nákvæmlega sama tala og er áætlað að taka í veiðigjald. Þetta yrði hrein eignaupptaka. Stóra hættan í þessu er sú að menn fari að líta svo á að þeir eigi enga möguleika á að byggja upp eigið fé.“

Þetta segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis í Grindavík, í Morgunblaðinu í dag um áhrif nýja veiðigjaldafrumvarpsins.

Í umfjöllun um kvótafrumvarpið nýja í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir hann harðlega hversu hátt veiðigjald á að vera og ekki í neinu samhengi við afkomuna. „Þessi regla byggist á því að um leið og eitthvað kemur út úr rekstrinum er það hirt af ríkinu. Allur hagnaður sem mun myndast í greininni verður tekinn,“ segir Pétur Hafsteinn.

„Ég býð hér með Steingrími formlega að koma í heimsókn til okkar hjá Vísi og fara í gegnum bókhaldið og benda mér á hvar ég á að finna 800 milljónir á næsta ári til að greiða út úr fyrirtækinu. Ef Steingrímur getur bent mér á leið til þess býð ég honum að setjast í stjórn félagsins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert