Bryti gegn nýrri stjórnarskrá

Gísli Tryggvason.
Gísli Tryggvason. mbl.is/Eggert

Frumvarp til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu er ekki í samræmi við þær breytingar sem stjórnlagaráð lagði til að yrðu gerðar á stjórnarskrá Íslands. Yrði frumvarpið að lögum og stjórnarskránni breytt í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs myndu tiltekin ákvæði laganna því fela í sér stjórnarskrárbrot.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðionu í dag bendir Gísli Tryggvason, einn stjórnlagaráðsmanna, á að frumvarpið sé ekki í samræmi við tillöguna í a.m.k. tveimur atriðum. Í tillögu stjórnlagaráðs sé kveðið á um að stjórnvöld geti veitt leyfi til afnota af auðlindum til tiltekins hóflegs tíma í senn. „Mér finnst mjög hæpið að 20 ár plús 20 ár, það er 40 ára forgangsréttur kvótahafa, eins og kveðið er á um í frumvarpinu, teljist tiltekinn hóflegur tími í senn,“ segir hann.

Í tillögu stjórnlagaráðs er einnig kveðið á um að leyfi til afnota af auðlindum verði veitt gegn „fullu gjaldi“. Gísli segir að þarna sé átt við markaðsverð. Þar sem veiðigjald sé ekki sett á með því að bjóða veiðiheimildir á frjálsum markaði geti það ekki talist vera fullt verð fyrir afnot af auðlindinni. Gísli segir að ef eða þegar nýja stjórnarskráin taki gildi muni allir samningar og lög sem stangast á við stjórnarskrána falla á brott og án þess að bætur komi í staðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert