Bryti gegn nýrri stjórnarskrá

Gísli Tryggvason.
Gísli Tryggvason. mbl.is/Eggert

Frum­varp til breyt­inga á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu er ekki í sam­ræmi við þær breyt­ing­ar sem stjórn­lagaráð lagði til að yrðu gerðar á stjórn­ar­skrá Íslands. Yrði frum­varpið að lög­um og stjórn­ar­skránni breytt í sam­ræmi við til­lög­ur stjórn­lagaráðs myndu til­tek­in ákvæði lag­anna því fela í sér stjórn­ar­skrár­brot.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðionu í dag bend­ir Gísli Tryggva­son, einn stjórn­lagaráðsmanna, á að frum­varpið sé ekki í sam­ræmi við til­lög­una í a.m.k. tveim­ur atriðum. Í til­lögu stjórn­lagaráðs sé kveðið á um að stjórn­völd geti veitt leyfi til af­nota af auðlind­um til til­tek­ins hóf­legs tíma í senn. „Mér finnst mjög hæpið að 20 ár plús 20 ár, það er 40 ára for­gangs­rétt­ur kvóta­hafa, eins og kveðið er á um í frum­varp­inu, telj­ist til­tek­inn hóf­leg­ur tími í senn,“ seg­ir hann.

Í til­lögu stjórn­lagaráðs er einnig kveðið á um að leyfi til af­nota af auðlind­um verði veitt gegn „fullu gjaldi“. Gísli seg­ir að þarna sé átt við markaðsverð. Þar sem veiðigjald sé ekki sett á með því að bjóða veiðiheim­ild­ir á frjáls­um markaði geti það ekki tal­ist vera fullt verð fyr­ir af­not af auðlind­inni. Gísli seg­ir að ef eða þegar nýja stjórn­ar­skrá­in taki gildi muni all­ir samn­ing­ar og lög sem stang­ast á við stjórn­ar­skrána falla á brott og án þess að bæt­ur komi í staðinn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert