Þeir sem urðu fyrir skerðingu njóti aukningarinnar

mbl.is/ÞÖK

„Núna er ekki gert ráð fyrir að þeir sem tóku á sig skerðinguna njóti aukningarinnar, nema að hluta, þegar hún loksins kemur,“ segir Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um aukningu aflaheimilda í þorski.

Einar segir að þetta hafi verið rætt í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem hann átti sæti í. Einnig segist hann hafa sagt margoft á opinberum vettvangi að þeir sem þyrftu að sæta skerðingu á þorskkvóta myndu njóta aukningarinnar þegar til hennar kæmi.

„Það er einfaldlega þannig að til þess að menn hafi hagsmuni af því að ganga vel um auðlindina verða menn líka að fá að njóta þess þegar betur árar,“ segir Einar K. Guðfinnsson í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert