Tjónið 31.000 milljónir

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, …
Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kynna frumvarpið um veiðigjaldið. mbl.is/Golli

Landsbankinn spáir fjöldagjaldþrotum í sjávarútvegi nái veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga og segir í umsögn sérfræðinga bankans „að tjón bankans af samþykkt frumvarpsins yrði um 31 milljarður króna“.

Landsbankinn er sem kunnugt er að langmestu leyti í ríkiseigu og myndi tjónið – afskriftir af bókfærðu virði lána – því falla á skattgreiðendur á beinan eða óbeinan hátt.

Í umsögninni segir að „álagning sérstaks veiðigjalds verði mjög umfangsmikil og... fari upp í 70% af samtölu reiknaðrar rentu á þremur árum. Slík gjaldtaka myndi leiða til fjöldagjaldþrota“. Síðan er vikið að rannsókn sérfræðinga bankans á áhrifum frumvarpsins á 124 fyrirtæki.

Niðurstaðan er afgerandi: Af fyrirtækjunum 124 eru 74 ekki talin munu geta staðið við núverandi greiðsluskuldbindingar sínar verði veiðigjaldafrumvarpið samþykkt óbreytt. Fjöldi beinna starfa hjá þessum 74 fyrirtækjum sé um 4.000.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert