Alvarlegir gallar á frumvarpinu

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Al­var­leg­ir gall­ar eru í frum­varpi um veiðigjöld, að mati tveggja sér­fræðinga sem at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is fékk til að meta áhrif veiðigjalda á sjáv­ar­út­veg­inn. Í grein­ar­gerð þeirra seg­ir að aðferð frum­varps­ins hafi „skipu­lega of­metið rentu, svo nem­ur tug­um pró­senta hefði henni verið beitt á und­an­förn­um árum.“

At­vinnu­vega­nefnd fékk Daða Má Kristó­fers­son, dós­ent við Há­skóla Íslands og Stefán B. Gunn­laugs­son, lektor við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, til að meta áhrif frum­varps­ins.

Í grein­ar­gerð þeirra seg­ir að al­var­leg­ur ágalli sé á frum­varp­inu hvað það varðar að gögn hafi ekki verið upp­færð. Álagn­ing veiðigjalds byggi þannig á tveggja ára göml­um rekstr­ar­gögn­um sem þurfi að upp­færa. „Sem dæmi hefði sér­stakt veiðigjald verið 140% af met­inni auðlindar­entu ef aðferð frum­varps­ins um upp­færslu gagna hefði verið beitt á tíma­bil­inu 2006-2010. Aug­ljóst er að ekki verður búið við svo um­fangs­mikla skekkju.“

Í skýrsl­unni seg­ir að sú aðferðarfræði að meta til­flutn­ing auðlindar­entu frá veiðum til vinnslu í frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar um veiðigjöld sé ónot­hæf. Sú aðferð sem notuð er í frum­varp­inu leiði til tví­skött­un­ar á þeim um­fram­hagnaði sem önn­ur vinnsla upp­sjáv­ar­fisks en bræðsla skap­ar. Um­fang þess­ar­ar skatt­heimtu hlaupi á hundruðum millj­óna á ári.

Bent er á að fjár­magnsþörf í veiðum og vinnslu sé van­met­in. Mat frum­varps­ins á fjár­magns­kostnaði sé til­vilj­un­ar­kennt.

„Að teknu til­liti til allra þess­ara ágalla er niðurstaðan sú að um­fang gjald­töku sam­kvæmt frum­varp­inu sé langt um­fram það sem út­gerðin get­ur staðið und­ir. Veru­leg­ar breyt­ing­ar þarf að gera á aðferðarfræði frum­varps­ins við mat á auðlindar­entu áður en hægt er að ákv­arða hvað mundi telj­ast hóf­leg gjald­taka. Álagn­ing sem bygg­ir á meðaltals­gögn­um heill­ar at­vinnu­grein­ar, gögn­um sem aldrei var safnað í þeim til­gangi að meta auðlindar­entu, þarf að vera hóf­leg. Nú­ver­andi gagna­grunn­ur leyf­ir ekki ná­kvæmt mat á auðlindar­entu sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn skap­ar. Nauðsyn­legt er að fram fari rann­sókn á um­fangi auðlindar­entu og aðferðum sem hægt er að nota til að meta hana áður en ráðist er í skatt­lagn­ingu auðlindar­entu í því um­fangi sem frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir.“

Í grein­ar­gerð Daða og Stef­áns er skoðuð fjár­hags­staða 23 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í afla­marks­kerf­inu. Fram kemru að fjár­hags­staða þess­ara fyr­ir­tækja sé mis­jöfn. Staða ell­efu fyr­ir­tækja sé góð; þau séu annað hvort skuld­laus eða mjög fljót að greiða upp skuld­ir. Sjö fyr­ir­tæki séu í erfiðri stöðu og staða fimm fyr­ir­tækja sé slæm. Lík­legt sé að að komi til fjár­hags­legr­ar end­ur­skipu­lagn­ingu þeirra á næstu miss­er­um.

Í skýrsl­unni seg­ir að ekk­ert af 10 stærstu út­gerðarfyr­ir­tækj­um lands­ins séu í hópi þess­ara fimm sem séu í verstri stöðu. Þessi fimm séu staðsett á vest­ur­hluta lands­ins.

Fjallað er einnig um tólf fyr­ir­tæki í króka­afla­marks­kerf­inu (litla kerf­inu). Fram kem­ur að fjár­hags­staða þeirra sé mjög mis­mun­andi, „en yf­ir­leitt er hún af­leit“. Þessi fyr­ir­tæki eigi sér því fáa mögu­leika.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert