Rótað í kerfi krókabáta

Veru­leg­ar breyt­ing­ar verða á smá­báta­kerf­inu sam­kvæmt til­lögu, sem nú er unnið með í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is sam­fara vinnu við frum­varp um stjórn fisk­veiða. Ganga þær þvert á það fyr­ir­komu­lag sem verið hef­ur síðustu ár.

Meðal ann­ars mun vera rætt um að heim­ilt verði að selja og leigja afla­mark, sem er til eins árs, úr kerfi minni bát­anna, króka­afla­marks­kerf­inu, yfir í stóra afla­marks­kerfið. Til þessa hef­ur aðeins verið heim­ilt að færa afla úr stóra kerf­inu í litla kerfið, en ekki í báðar átt­ir og hef­ur það bæði gilt um afla­markið og afla­hlut­deild­ina, sem er var­an­legt afla­mark.

Þá mun vera rætt um að heim­ilt verði að stækka báta í smá­báta­kerf­inu um­fram þau 15 brútt­ót­onn sem nú er miðað við. Eft­ir slíka stækk­un geti út­gerðar­menn valið að fara yfir í stóra kerfið. Loks má nefna að í til­lög­un­um er gert ráð fyr­ir að afla­heim­ild­ir krókafla­marks­báta, smá­báta, sem yrðu flutt­ar í stóra kerfið myndu skerðast um 10%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert