„Hafa tapað rökræðunni“

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég veit nú satt best að segja ekki alveg hvort ég eigi að vera hugsi og sleginn yfir þessu síðasta útspili LÍÚ eða hvort ég eigi að fyllast samúð. Fyrir mér eru þetta menn sem eru að lýsa því yfir að þeir hafi tapað rökræðunni. Að þeir skuli telja sig þurfa að fara út í þetta ofan í þá gríðarlegu áróðurs- og auglýsingaherferð sem þeir hafa staðið fyrir.

Mér finnst lang dapurlegast að þeir skuli taka lögbundna frídaga sjómanna með fjölskyldum sínum og þeirra hátíðisdag og varpa þessum skugga yfir hann. Ef ætlunin er að nota svo tækifærið og halda lokaða óróðurs- og hræðslufundi með áhöfnum skipanna þá er það einhvern vegin ekki notalegt.

Auðvitað ráða stórútgerðarmenn sínum samtökum. Þeir ráða sínum fyrirtækjum og þeir ráða sínum skipum, en ég held að þeir ættu að gæta sín að fara ekki þannig með þau völd og áhrif sem þessu fylgir að það gangi bara alveg fram af þjóðinni og þar á meðal sínum eigin starfsmönnum - sjómönnum og landverkafólki.

Ég held að það séu ekki svona samskipti og svona aðferðir sem við viljum í upplýstu lýðræðisþjóðfélagi. Við eigum að reyna að leysa úr okkar ágreiningi með öðrum hætti en þessum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í viðtali við mbl.is um þau tilmæli Landssamband íslenskra útvegsmanna og aðildarfélaga þess að félagsmenn þeirra haldi skipum sínum við bryggju og sigli þeim ekki til veiða eftir sjómannadaginn.

LÍÚ og aðildarfélög þess hafa hvatt útgerðarmenn til að halda …
LÍÚ og aðildarfélög þess hafa hvatt útgerðarmenn til að halda skipum sínum ekki á veiðar eftir helgi. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka